Hoppa yfir valmynd
1. júní 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherra situr alnæmisráðstefnu Sameinuð þjóðanna

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, situr fyrir Íslands hönd ráðherrafund Sameinuð þjóðanna um alnæmi. Ráðherrafundurinn hófst í gær og lýkur á morgun en hann er haldinn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum. Ráðuneytisstjóri heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og sóttvarnalæknir eru í för með ráðherra. Rúmlega eitt hundrað ráðherrar hvaðanæva úr heiminum sækja fundinn, en í upphafi hans flutti Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, ræðu þar sem hann lagð þunga áherslu á að þjóðir heims yrðu að spyrna við fótum í sameiningu og vinna gegn útbreiðslu sjúkdómsins. – Hann hefur breiðst út hraðar og farið víðar og valdið meiri usla til langs tíma litið en nokkur annar sjúkdómur. Áhrifin eru skelfileg og sjúkdómurinn er farinn að hafa áhrif á framfarir í heiminum”, sagði framkvæmdastjóri SÞ þegar hann ávarpaði ráðstefnugesti í New York í gær.

Sjá nánar á heimasíðu SÞ:

http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=18684&Cr=HIV&Cr1=AIDS#

Siv Friðleifsdóttir og Ulla TørnæsÍslenska sendinefndin á ráðherrafundinum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á efri myndinni er Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Ulla Tørnæs, ráðherra þróunarhjálpar í Danmörku. Á þeirri neðri íslenska sendinefndin á ráðherrafundinum um alnæmi. Í aftari röð: Emil Breki Hreggviðsson og Haraldur Briem. Í fremri röð: Siv Friðleifsdóttir, Hjálmar W. Hannesson og Davíð Á. Gunnarsson.

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum