Hoppa yfir valmynd
2. júní 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Nýr forstjóri WHO í kosinn nóvember

Framkvæmdastjórn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar hefur ákveðið að nýr forstjóri samtakanna verði skipaður í embætti í nóvember. Þetta var ákveðið í kjölfar fráfalls Dr. Lees Jong-wooks, forstjóra WHO, sem lést 22. maí sl. Dr. Anders Nordström er starfandi forstjóri WHO en honum hefur verið falið að óska eftir tillögum um forstjóra frá aðildarríkjunum frá og með gærdeginum. Þann fimmta september nk. rennur út fresturinn til að skila inn tillögum um nýjan forstjóra og mánuði seinna verða þær sendar öllum aðildarríkjunum. Mánuði síðar, eða dagana 6. til 8. nóvember, kemur framkvæmdastjórn WHO saman til aukafundar til þess að fjalla um þá sem stungið hefur verið upp á og til að gera tillögu um nýjan forstjóra til alþjóðaheilbrigðisþingsins. Daginn eftir, eða 9. nóvember í haust, kemur það saman og velur sér nýjan forstjóra WHO og tekur sá við starfinu svo fljótt sem verða má. Gert er ráð fyrir því að Afríkumenn geri kröfu til þess að nýr forstjóri komi úr þeirra röðum. Meðal Afríkuríkja ríkir þó ekki einhugur um einhvern einn frambjóðanda og hafa þegar verið nefndir a.m.k. þrír einstaklingar úr þeirri heimsálfu sem líklegir frambjóðendur. Það gæti því orðið niðurstaðan að frambjóðandi frá annarri heimsálfu sem nyti stuðnings og trausts Afríkulanda, auk stuðnings annarra aðildarríka WHO, ætti góða möguleika á að ná kjöri sem nýr forstjóri WHO. Menn er þó almennt sammála um að þegar valinn sé nýr forstjóri WHO þá verði ríkin einfaldlega að sameinast um besta frambjóðandann.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum