Hoppa yfir valmynd
15. júní 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Norrænu lýðheilsuverðlaunin veitt

Norrænu lýðheilsuverðlaunin 2006 koma í hlut sænsks lýðheilsuprófessors við Háskólann í Umeå. Það var Stig Wall sem fékk verðlaunin að þessu sinni fyrir framlag sitt til lýðheilsu og skárra heilsufars heima, en ekki síður að heiman. Hefur Stig Wall haft mikil áhrif bæði á norrænum vettvangi og alþjóðlegum til dæmis með því að rökstyðja og gera sýnilega þá samfélagslegu þætti sem áhrif hafa á heilsufar einstakling, hópa og þjóða. Verðlaunahafinn hefur lagt áherslu á að allar þjóðir beri sameiginlega ábyrgð á heilsufarsástandi í heiminum og leggur sig fram um að benda mönnum á sambandið milli heilsufars heima og heiman. – Iðnríkin hafa gríðarleg áhrif í þriðja heiminum með lífsháttum sínum og við ættum ekki að breiða út um heimsbyggðina lífshætti sem byggjast á slæmu fæði, áfengis-og tóbaksneyslu og hreyfingaleysi – við eigum að uppfræða og dreifa um heiminn þekkingunni um það hvernig við bætum lýðsheilsu og heilsufar þjóða, segir Stig Wall í tilefni verðlaunaafhendingarinnar.

Það var Sylvia Brustad, heilbrigðismálaráðherra Noregs sem afhenti norrænu lýðheilsuverðlaunin á ráðherrafundi í Norður- Noregi, en verðlaunaupphæðin er 50 þúsund sænskar krónur.

Sjá nánar: http://www.norden.org/webb/news/news.asp?id=6209

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum