Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2019 Forsætisráðuneytið

Stefna um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum

Tjaldvatn á Landmannaafrétti - myndRegína Sigurðardóttir
Forsætisráðherra hefur gefið út og birt á vefsvæði ráðuneytisins stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna.

Nú eru alls 217 þjóðlendur á landinu og þekja þær um 86 hundraðshluta miðhálendisins og 44 hundraðshluta landsins alls, ef miðað er við þau landsvæði sem óbyggðanefnd hefur tekið til meðferðar og úrskurðað. Mikilvægt er að setja fram í stefnu þau sjónarmið sem ráðherra leggur til grundvallar við ákvörðun um nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna í þeim tilgangi að skapa aukinn fyrirsjáanleika og festu í stjórnsýsluframkvæmd ráðuneytisins.

Stefnan tekur mið af annarri stefnumörkun sem fyrir liggur og leitast við að dýpka þau stef og sjónarmið sem þar er að finna. Kaflaskipting stefnunnar tekur mið af eðli þeirra tilvika þar sem helst reynir á samþykktarhlutverk ráðherra, þ.e. uppbyggingu mannvirkja og samgangna vegna aukinnar ferðaþjónustu og útivistar, þar sem reynir á sjónarmið um vernd víðerna og hvernig haga beri landnýtingu innan þjóðlendna.

Stefna um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum