Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2010 Dómsmálaráðuneytið

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst í Laugardalshöll 10. febrúar

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á vegum sýslumannsins í Reykjavík færist yfir í Laugardalshöll frá og með morgundeginum, 10. febrúar 2010.

Opið verður alla daga frá kl. 10:00-22:00 fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars. Á kjördag er opið frá 10:00-18:00 og er það eingöngu fyrir þá sem ekki komast á kjörstað í sinni heimabyggð.

Símanúmer í Laugardalshöll eru 860-3380 og 860-3381.  Neyðarsími kjörstjóra er 860-3382.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum