Hoppa yfir valmynd
8. september 2017 Heilbrigðisráðuneytið

Skýrsla landlæknis um tíðni aðgerða í einkarekinni þjónustu

Embætti landlæknis - myndVelferðarráðuneytið

Embætti landlæknis hefur rannsakað tíðni tiltekinna aðgerða í einkarekinni heilbrigðisþjónustu undanfarin tíu ár og eru niðurstöður þeirrar könnunar birtar í nýrri skýrslu embættisins. Að  mati embættisins leiða niðurstöðurnar í ljós vísbendingar um oflækningar í heilbrigðisþjónustunni. 

Rannsökuð var tíðni fjögurra tegunda aðgerða hér á landi, þ.e. ristilspeglana, speglana á hnjáliðum, rörísetningar hjá börnum og hálskirtlatökur og voru niðurstöður bornar saman við aðgerðir sem framkvæmdar eru í nágrannalöndunum. Niðurstöður könnunar Embættis landlæknis benda til að tíðni ofangreindra aðgerða sé mun hærri hér á landi en í nágrannalöndunum.

Skýrsla um niðurstöðurnar er aðgengileg á vef Embættis landlæknis ásamt tilkynningu embættisins um hana.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum