Hoppa yfir valmynd
17. september 2017 Dómsmálaráðuneytið

Samantekt gagna um uppreist æru frá 1995 lokið

Ráðuneytið hefur nú veitt þeim fjölmiðlum, sem þess hafa óskað, aðgang að gögnum í málum allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995.

Tekið hefur verið mið af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 11. september sl. í máli nr. 704/2017 við vinnslu umræddra gagna. Þær upplýsingar sem leynt eiga að fara, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og fyrrnefndan úrskurð, hafa því verið afmáðar. Jafnframt hefur verið horft til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 og laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.

Rétt er að árétta að í einstökum tilvikum kann að orka tvímælis hve mikið af texta einstakra skjala rétt er að afmá, einkum varðandi afmörkun þess hvaða upplýsingar teljist viðkvæmar persónuupplýsingar. Þá hefur ráðuneytið ekki í öllum tilvikum staðfestar upplýsingar um hvort dómarar hafi ákveðið að birta refsidóma án nafns brotamanns vegna þess að birting á nafni ákærða teljist andstæð hagsmunum brotaþola.

Umrædd gögn í heild sinni varða 32 dæmda brotamenn sem veitt hefur verið uppreist æru á grundvelli gildandi laga síðastliðin 22 ár. Í þeim er að finna tæplega eitt hundrað umsagnir sem umsækjendur hafa lagt fram en í einstökum málum hafa umsækjendur lagt fram fleiri en tvær umsagnir. Sum þessara skjala bera ekki með sér að vera útgefin sérstaklega vegna umsóknar um uppreist æru. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira