Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ráðstefna í Finnlandi

Þann 27.-28. janúar nk. verður haldin „kick-off“ ráðstefna í Turku í Finnlandi undir heitinu Hur mår du Norden? Þar verður kynnt nýtt þriggja ára formennskuverkefni Finnlands í norrænu samstarfi sem nefnist Ett öppet och innovativt Norden med välmående människor 2020 – Lika möjligheter till välfärd, utbildning, kultur och arbete. 

Verkefnið byggir m.a. á reynslu fyrri formennskuverkefna, s.s. Norrænu velferðarvaktinni, Velferðarvaktinni á Íslandi, Könbergsskýrslunni, verkefni um menningu og heilsu (Region Skåne) og áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um lýðræði, samþættingu og öryggi. Á ráðstefnunni mun Siv Friðleifsdóttir halda erindi og kynna bæði Velferðarvaktina og Norrænu velferðarvaktina. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum