Hoppa yfir valmynd
19. júní 2003 Heilbrigðisráðuneytið

Ísland staðfestir sáttmála um takmörkun á tóbaksreykingum

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
19. júní 2003



Ísland staðfestir sáttmála um takmörkun á tóbaksreykingum
Ísland var eitt af fyrstu löndunum sem skrifaði undir rammasamning Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um takmörkun á tóbaksreykingum í Genf á mánudaginn var. Þessi samningur markar tímamót þar sem hann er fyrsti alþjóðlegi lýðheilsusamningurinn sem gerður hefur verið. Stefán H. Jóhannesson fastafulltrúi undirritaði samninginn fyrir hönd Íslands en auk Íslands skrifuðu tuttugu og sjö lönd, auk Evrópusambandsins undir samninginn. Þau eru; Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Bretland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg, Spánn, Malta, Nýja Sjáland, Tékkland, Ungverjaland, Suður-Afríka, Botsvana, Bangladess, Brasilía, Búrúndi, Íran, Kúveit, Marshalleyjar, Mongólía, Palá, Gambía, Paragvæ og Evrópusambandið. Norðmenn fullgiltu samninginn við undirskrift, en samningurinn öðlast gildi þegar fjörutíu lönd hafa fullgilt hann.
NÁNAR Á HEIMASÍÐU WHO...




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum