Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2003 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Skýrsla nefndar um flutningskostnað

Samgönguráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun skýrslu um flutningskostnað. Aðdragandinn að gerð skýrslunnar er sá að ríkisstjórnin fjallaði um flutningskostnað á fundi haustið 2001 og í framhaldi af því ákvað samgönguráðherra að skipa nefnd er skyldi fjalla um almennan flutningskostnað miðað við þarfir atvinnulífsins.

Nefndinni var falið að vinna verkið í tveimur áföngum. Í fyrsta lagi að gera greinargott yfirlit um flutningskostnað fyrirtækja um þessar mundir og hvernig hann hefði þróast undanfarin ár. Í öðru lagi að fjalla almennt um leiðir til þess að lækka flutningskostnað og athuga hvort aðgerðir stjórnvalda hefðu stuðlað að ójöfnuði í samkeppni hinna ólíku flutningafyrirtækja. Að lokum var gert ráð fyrir að nefndin kæmi sérstaklega fram með tillögu um aðgerðir sem stuðli að sem mestri samkeppni og lágum flutningskostnaði á landsbyggðinni.

Á fundinum var samþykkt sú tillaga samgönguráðherra, í samráði við iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að Byggðastofnun verði falið að fara yfir skýrslu nefndarinnar og þær tillögur sem þar eru kynntar í tengslum við aðrar aðgerðir í byggðamálum. Stofnuninni verði í fyrstu ætlað, áður en lengra er haldið, að meta umfang flutninga atvinnugreina sem talið er að eigi undir högg að sækja staðsetningar sinnar vegna sbr. niðurstöðu nefndarinnar og á þeim grundvelli meta hver styrkþörf þeirra gæti verið. Að því loknu myndi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í samráði við samgönguráðherra, taka málið upp að nýju í ríkisstjórn.

Skýrsla nefndarinnar fer hér á eftir í heild sinni.

Skýrsla nefndar um flutningskostnað

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira