Hoppa yfir valmynd
22. maí 2003 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Nýr maður tekur sæti í Rannsóknarnefnd flugslysa

Samgönguráðherra hefur skipað Pál Valdimarsson, vélaverkfræðing, í Rannsóknarnefnd flugslysa. Páll er prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands.

Rannsóknarnefnd flugslysa skipa þá nú auk Páls þeir Þormóður Þórmóðsson, sem jafnframt er formaður nefndarinnar og rannsóknarstjóri, Þorkell Ágústsson, varaformaður og aðstoðarrannsóknarstjóri, Kristján Guðjónsson, lögfræðingur og Steinar Steinarsson, flugstjóri.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira