Hoppa yfir valmynd
26. júní 2003 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Rússnesk sendinefnd heimsækir samgönguráðuneytið

Þann 19. júní síðastliðinn kom rússnesk sendinefnd hingað til lands, en sendinefndin samanstóð af fulltrúum ýmissa hafna, aðallega hafnarstjórum víðs vegar að í Rússlandi.

Tilgangur ferðarinnar var að kynnast rekstri hafna og öðru því sem snýr að hafna- og siglingamálum hér á landi.

Starfsmenn samgönguráðuneytisins sáu um að skipuleggja ferð sendinefndarinnar og hófst formleg heimsókn þeirra í ráðuneytinu þann 20. júní þar sem farið var yfir hafna- og siglingamál af ýmsum toga.

Meðan dvöl sendinefndarinnar stóð yfir hér á landi heimsóttu þeir einnig Siglingastofnun Íslands, umhverfisráðuneytið, Samskip, Eimskip, Tilkynningaskyldu íslenskra skipa og Reykjavíkurhöfn. Formlegri heimsókn nefndarinnar lauk síðan miðvikudaginn 25. júní með ferð til Grindavíkur þar sem Bláa lónið var m.a. heimsótt.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira