Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Vinna hafin vegna fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun

Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur skipað nefnd til að kanna hvort lög og reglugerðir hér á landi uppfylli kröfur sem lagðar eru á þau ríki sem fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun sem undirritaður var af hálfu Íslands 30. mars 2007.

Ráðherra hefur lýst þeim vilja sínum að Ísland verði meðal þeirra þjóða sem fyrstar fullgildi samninginn. Formaður nefndarinnar er Helgi Hjörvar alþingismaður og hefur nefndin þegar haldið sinn fyrsta fund.

Í nefndinni eiga sæti:

  • Helgi Hjörvar, skipaður af félags- og tryggingamálaráðherra, formaður,
  • Ásgerður Ólafsdóttir, tilnefnd af menntamálaráðuneytinu,
  • Sólveig Guðmundsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneytinu,
  • Óskar Páll Óskarsson, skipaður af af félags- og tryggingamálaráðherra,
  • Ingibjörg Davíðsdóttir, tilnefnd af utanríkisráðuneytinu,
  • Guðmundur Magnússon, tilnefndur af Öryrkjabandalagi Íslands,
  • Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, tilnefnd af Landssamtökunum Þroskahjálp.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum