Hoppa yfir valmynd
6. september 2019 Dómsmálaráðuneytið, Forsætisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar undirritaðir

Forsætisráherra, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra undirrituðu fyrir hönd ríkisins. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings.undirritaði fyrir hönd kirkjunnar.  Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands var stödd á Ísafirði og mun undirrita síðar.  - mynd

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, og Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, undirrituðu í dag nýjan viðbótarsamning um fjárhagsleg málefni ríki og þjóðkirkjunnar. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mun einnig undirrita samninginn innan fárra daga en hún var stödd á Ísafirði við undirritunina í dag.

Nýr samningur felur í sér stóraukið fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar. Ríki og kirkja eru sammála um að einfalda mjög allt lagaumhverfi og fyrirkomulag á þeim greiðslum sem þjóðkirkjan fær úr ríkissjóði.

Þá er gerð sú meginbreytingu að kirkjan tekur sjálf við öllum starfsmönnum sínum og starfsmannamálum. Þær greiðslur sem kirkjan fær samkvæmt samkomulaginu munu hér eftir taka breytingum á þeim sömu almennu launa- og verðlagsforsendum sem liggja til grundvallar í fjárlög hvers árs. Einnig verða felld úr gildi sérstök lög um ákveðna sjóði sem starfað hafa hingað til á vegum kirkjunnar og kirkjunni í sjálfsvald.

Ráðherrarnir og fulltrúar kirkjunnar undirrituðu einnig sérstaka viljayfirlýsing um að stefnt skuli að ákveðnum lagabreytingum sem hafa það að markmiði að einfalda enn frekar alla umgjörð um fjárhagsleg tengsl ríkis og kirkju. Þannig er gert ráð fyrir að lagaákvæði um laun sóknarpresta og um aukaverk þeirra verði felld úr gildi og að kirkjan muni hér eftir sjálf setja gjaldskrá fyrir aukaverk presta í stað ríkisins.

Með þessu nýja samkomulagi er stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóðkirkjan verði fyrst og fremst trúfélag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. Kirkjan nýtur enn stuðnings íslenska ríkisins líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá lýðveldisins en fjarlægist það mjög að vera ríkisstofnun með þessum samningi. Áfram munu lög um stöðu stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar gera ráð fyrir ákveðnum tengslum á milli þjóðkirkjunnar og ríkisins.

Hér má lesa viðbótarsamninginn.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum