Hoppa yfir valmynd
27. ágúst 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-júlí 2009

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um 91 ma.kr., sem er 118,1 ma.kr. lakari útkoma en á sama tíma í fyrra. Tekjur reyndust 37,4 ma.kr. minni en í fyrra meðan gjöldin jukust um 71,6 ma.kr.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar-júlí 2005-2009

 Í milljónum króna

 

2005

2006

2007

2008

2009

Innheimtar tekjur

185 085

215 509

252 998

264 163

226 744

Greidd gjöld

180 985

178 257

203 826

237 062

308 636

Tekjujöfnuður

4 100

37 252

49 172

27 101

-81 892

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.

-

-

-6 136

- 53

-

Breyting viðskiptahreyfinga

 496

- 752

-5 248

- 201

-9 342

Handbært fé frá rekstri

4 596

36 500

37 788

26 847

-91 234

Fjármunahreyfingar

11 206

-2 383

-60 165

8 603

9 986

Hreinn lánsfjárjöfnuður

15 802

34 116

-22 377

35 450

-81 248

Afborganir lána

-33 343

-35 088

-26 465

-37 941

-72 736

   Innanlands

-14 000

-12 215

-12 266

-22 656

-72 736

   Erlendis

-19 342

-22 873

-14 199

-15 285

-

Greiðslur til LSR og LH

-2 250

-2 310

-2 310

-2 310

-

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

-19 790

-3 282

-51 152

-4 801

-153 984

Lántökur

13 305

19 735

43 292

103 376

144 011

   Innanlands

8 956

12 262

40 171

77 775

136 585

   Erlendis

4 349

7 473

3 121

25 601

7 425

Breyting á handbæru fé

-6 486

16 453

-7 860

98 575

9 973



 Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu sjö mánuðum ársins voru tæplega 227 ma.kr. sem er um 37 ma.kr. minni tekjur en á sama tíma árið 2008. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir að innheimtar tekjur yrðu tæplega 247 ma.kr. og er frávikið því 20 ma.kr. Munar mest um lægri skatta á vöru og þjónustu en gert var ráð fyrir í áætluninni. Skatttekjur og tryggingagjöld námu tæplega 197 ma.kr. sem endurspeglar 18,2% samdrátt að nafnvirði eða 30,6% að raunvirði miðað við hækkun almenns verðlags (VNV án húsnæðis). Samdrátturinn milli ára jókst að raunvirði frá síðasta mánuði og er 31,1% þegar horft er til 4 mánaða meðaltals, eins og sjá má á myndinni. Þá jukust aðrar rekstrartekjur ríkissjóðs umtalsvert frá sama tíma árið 2008 en þær voru nú tæplega 29 ma.kr. sem endurspeglar 37,7% hækkun að nafnvirði. Í áætlun fjárlaga var gert ráð fyrir tæpum 21 ma.kr. og er frávikið því 8 ma.kr. en þar skýra auknar vaxtatekjur meginmuninn.

Skattar á tekjur og hagnað námu rúmum 84 ma.kr. og drógust saman um 11,4% að nafnvirði frá fyrsta helmingi ársins 2008. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga rúmum 46 ma.kr. sem endurspeglar 13,6% samdrátt að nafnvirði. Tekjuskattur lögaðila var rúmlega 9 ma.kr. og dróst saman um 40,6% að nafnvirði frá sama tíma árið áður. Fjármagnstekjuskattur nam tæpum 29 ma.kr. sem er aukning um 10,4% milli ára en innheimta hans fer að langmestu leyti fram í janúar. Innheimta eignarskatta var tæplega 3 ma.kr. sem er samdráttur um 43,4% frá fyrra ári en þar af voru stimpilgjöld stærsti hlutinn, eða tæplega tveir ma.kr. og drógust þau saman um 52,6%.

Innheimta almennra veltuskatta nam tæplega 84 ma.kr. á tímabilinu og dróst saman um 24,7% að nafnvirði á milli ára eða 36,2% að raunvirði (m.v. hækkun VNV án húsnæðis). Þegar litið er á 4 mánaða meðaltal er raunlækkunin á milli ára 27,1%, eins og sjá má á myndinni. Virðisaukaskattur nam rúmlega 56 ma.kr. á fyrstu fimm mánuðum ársins og dróst saman um 23 ma.kr. frá sama tíma 2008. Samdrátturinn nemur 29,1% að nafnvirði eða sem samsvarar 39,9% að raunvirði. Virðisaukaskattur í júlímánuði, sem kemur að mestu af innflutningi í maí og júní, nam rúmlega 5 ma.kr sem er tæpum 9 ma.kr. lægri fjárhæð en í sama mánuði árið áður. Þetta frávik skýrist þó að hluta til vegna breyttra reglna um gjalddaga virðisaukaskattsins sem tóku gildi í mars síðastliðnum og gilda til ársloka. Samkvæmt þeim átti aðeins þriðjungur virðisaukaskatts fyrir tímabilið maí-júní að koma til greiðslu í júlí en hinir tveir þriðjungarnir í ágúst og september. Það virðast þó ekki allir hafa nýtt sér þessa frestun til fulls þar sem rúmur milljarður sem var á gjalddaga í ágúst og september var greiddur í júlí. Hvað aðra helstu liði veltutengdra skatta varðar er samdrátturinn milli ára mestur í vörugjöldum af ökutækjum eða 79,9%. Þá jukust vörugjöld af bensíni um 13,3% að nafnvirði á milli ára en olíugjald dróst saman um 9,8%. Gjöld á bensín og olíu voru hækkuð um 12,5% undir lok árs 2008 og hækkuð frekar í lok maí 2009. Hin ólíka þróun í innheimtu bensíngjaldsins og olíugjaldsins og mikill samdráttur tekna af olíugjaldinu þrátt fyrir hækkun gjaldsins er til marks um að meira hefur dregið úr akstri olíuknúinna ökutækja en bensínknúinna. Í forsendum fjárlaga var reiknað með að olíunotkun drægist meira saman en bensínnotkun en samdráttur þeirrar fyrrnefndu hefur þó verið talsvert meiri en vænst var. Tekjur af tollum og aðflutningsgjöldum námu tæpum 3 ma.kr. og tekjur af tryggingagjöldum voru tæplega 22 ma.kr. sem er samdráttur um annars vegar 28,4% og hins vegar 9,4% á milli ára.

Greidd gjöld nema 308,6 ma.kr. og hækka um 71,6 ma.kr. frá fyrra ári, eða um 31%. Milli ára hækka útgjöld mest til almannatrygginga og velferðarmála  um 28,6 ma.kr. sem skýrist að mestu með 13,5 ma.kr. hækkun útgjalda Atvinnuleysistryggingasjóðs á milli ára, 8,3 ma.kr. hækkun á vaxtabótum, 3,5 ma.kr. hækkun á barnabótum og 1,1 ma.kr. hækkun á bótum samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.  Útgjöld til almennrar opinberrar þjónustu um 23,9 ma.kr., þar sem vaxtagreiðslur ríkissjóðs skýra 22,4 ma.kr. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 7,6 ma.kr. milli ára þar sem útgjöld til sjúkratrygginga skýra 5,8 ma.kr. og útgjöld til Landspítala aukast um 890 ma.kr. Útgjöld til menntamála aukast um 2,7 ma.kr. þar sem útgjöld til Lánasjóðs íslenskra námsmanna aukast um 1,1 ma.kr. milli ára og útgjöld til framhaldsskóla um 1,6 ma.kr. Útgjöld til efnahags- og atvinnumála aukast um 2,7 ma.kr. og skýra framkvæmdir Vegagerðarinnar um 609 ma.kr. og Hafnarbótasjóður 950 ma.kr. Þá aukast útgjöld til Ábyrgðasjóðs launa um 572 ma.kr. á milli ára. Óregluleg útgjöld aukast um 2,2 ma.kr. milli ára sem skýrist með að mestu með greiddum fjármagnstekjuskatti ríkissjóðs sem eykst um 2 ma.kr. milli ára. Útgjöld til löggæslu, réttargæslu og öryggismála aukast um 2,1 ma.kr. milli ára þar sem útgjöld Landhelgissjóðs Íslands skýra hækkunina að langstærstu leyti. Breytingar í öðrum málaflokkum eru svo minni en þau sem áður hafa verið talin.

Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs er neikvæður um 154 ma.kr. í júlí á móti neikvæðum lánsfjárjöfnuði 4,8 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður var neikvæður um 81,2 ma.kr. og lækkar um 116,7 ma.kr. milli ára sem skýrist með lækkun á handbæru fé frá rekstri. Frá áramótum hefur ríkissjóður selt ríkisbréf fyrir um 136,2 ma.kr. Þá tók ríkissjóður lán frá Færeyjum í mars að fjárhæð 300 milljónir danskra króna, jafnvirði 6,4 milljarða íslenskra króna. Afborganir námu 72,7 ma.kr. og er þar að stærstum hluta um að ræða innlausn ríkisbréfaflokka á gjalddaga í júní að fjárhæð 70,7 ma.kr.

Tekjur ríkissjóðs janúar-júlí 2007-2009

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2007

2008

2009

 

2007

2008

2009

Skatttekjur og tryggingagjöld

228 049

240 703

196 972

 

12,7

5,5

-18,2

Skattar á tekjur og hagnað

86 649

95 186

84 334

 

18,6

9,9

-11,4

Tekjuskattur einstaklinga

50 245

53 764

46 453

 

12,5

7,0

-13,6

Tekjuskattur lögaðila

14 604

15 418

9 161

 

1,2

5,6

-40,6

Skattur á fjármagnstekjur

21 800

26 004

28 721

 

55,7

19,3

10,4

Eignarskattar

6 403

5 082

2 874

 

10,3

-20,6

-43,4

Skattar á vöru og þjónustu

108 058

111 075

83 596

 

8,6

2,8

-24,7

Virðisaukaskattur

76 422

79 607

56 403

 

11,0

4,2

-29,1

Vörugjöld af ökutækjum

5 838

5 940

1 192

 

-16,0

1,7

-79,9

Vörugjöld af bensíni

5 318

5 157

5 844

 

3,2

-3,0

13,3

Skattar á olíu

3 867

4 032

3 637

 

11,8

4,3

-9,8

Áfengisgjald og tóbaksgjald

6 672

6 768

7 653

 

4,5

1,4

13,1

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

9 942

9 571

8 867

 

13,6

-3,7

-7,4

Tollar og aðflutningsgjöld

3 262

3 878

2 776

 

32,8

18,9

-28,4

Aðrir skattar

1 145

1 532

1 701

 

166,3

33,9

11,0

Tryggingagjöld

22 531

23 949

21 690

 

6,8

6,3

-9,4

Fjárframlög

 562

 207

 350

 

225,6

-63,1

68,8

Aðrar tekjur

17 539

21 053

28 996

 

38,6

20,0

37,7

Sala eigna

6 848

2 200

 427

 

-

-

-

Tekjur alls

252 998

264 163

226 745

 

17,4

4,4

-14,2



Gjöld ríkissjóðs janúar-júlí 2007-2009

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2007

2008

2009

 

2008

2009

Almenn opinber þjónusta

29 527

35 699

59 585

 

20,9

66,9

Þar af vaxtagreiðslur

10 106

11 696

34 060

 

15,7

191,2

Varnarmál

 353

 684

 891

 

93,9

30,2

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

9 302

11 545

13 687

 

24,1

18,6

Efnahags- og atvinnumál

26 037

34 185

36 910

 

31,3

8,0

Umhverfisvernd

2 166

2 229

2 430

 

2,9

9,0

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

 256

 308

 365

 

20,4

18,4

Heilbrigðismál

53 168

58 817

66 428

 

10,6

12,9

Menningar- íþrótta- og trúmál

9 408

10 156

11 355

 

8,0

11,8

Menntamál

23 072

25 593

28 330

 

10,9

10,7

Almannatryggingar og velferðarmál

45 372

52 881

81 516

 

16,5

54,2

Óregluleg útgjöld

5 164

4 964

7 139

 

-3,9

43,8

Gjöld alls

203 826

237 062

308 636

 

16,3

30,2



 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum