Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2021 Dómsmálaráðuneytið

Tómas skipaður varaformaður kærunefndar útlendingamála

Dómsmálaráðherra hefur skipað Tómas Hrafn Sveinsson varaformann kærunefndar útlendingamála. Tómas Hrafn var valinn úr hópi tíu umsækjanda.

Tómas Hrafn útskrifaðist með cand. jur. frá lagadeild Háskóla Íslands í júní 2006.
Hann öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2007 og fyrir Hæstarétti 2013. Hann hefur verið lögmaður að aðalstarfi frá útskrift úr laganámi og flutt tugi mála fyrir íslenskum dómstólum. Hann tók við formennsku í barnaverndarnefnd Reykjavíkur í nóvember 2015 og gegnir þeirri stöðu enn. Hann hefur sinnt kennslu við lagadeild Háskóla Íslands í 11 ár, fyrst sem stundakennari en síðar aðjúnkt.

Tómas Hrafn hefur setið í yfirkjörstjórnum í fimm kosningum, þar af sem oddviti í eitt skipti. Hann vann að frumvarpi um bætur vegna sakamála fyrir dómsmálaráðuneytið vorið 2020 og vinnur nú að frumvarpi ásamt sérfræðingum félags- og barnamálaráðuneytisins að nýjum barnaverndarlögum. Hann hefur auk þess birt tvær ritrýndar greinar um lögfræðileg málefni.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum