Hoppa yfir valmynd
5. júní 2019 Utanríkisráðuneytið

Dauðaþögn um neyðina í Kamerún

Minette, 38 ára, flúði með fjölskyldu sinni frá Manyu til Buea eftir að eldur var borinn að heimili þeirra. Ljósmynd NRC/Tiril Skarstein - mynd

Kamerún er efst á lista norska flóttamannaráðsins á árlegum lista yfir það neyðarástand sem er hvað mest vanrækt í heiminum um þessar mundir. „Alþjóðasamfélagið sefur við stýrið þegar kemur að neyðinni í Kamerún. Óhugnanleg morð, brennd þorp og hundruð þúsunda íbúa á hrakhólum – öllu þessu hefur verið mætt með dauðaþögn,“ sagði Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins þegar listinn var kunngerður í gær.

Átök hafa leitt til þess að hálf milljón íbúa í suðvestur og norðvestur Kamrún eru á vergangi, hundruð þorpa hafa verið brennd, ráðist hefur verið á sjúkrahús, heilbrigðisstarfsfólk verið numið á brott eða myrt og skólum tæplega 800 þúsund barna hefur verið lokað. „Þúsundir íbúa eru í felum í kjarrlendi og fá enga mannúðaraðstoð. Enn hefur engin raunveruleg tilraun verið gerð til að semja um frið, engar meiriháttar áætlanir um að draga úr þjáningu íbúanna, lágmarks umfjöllun í fjölmiðlum og of lítill þrýstingur á vígasveitir að hætta árásum á óbreytta borgara,“ segir norska flóttamannaráðið.

Þessi árlegi listi byggir á þremur meginforsendum: skorti á fjármagni til mannúðar, skorti á umfjöllun fjölmiðla og pólitískri vanrækslu.

Aðrar þjóðir á listanum eru Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Miðafríkulýðveldið, Búrúndí, Úkraína, Venesúela, Malí, Líbía, Eþíópía og Palestína.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira