Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar með Mary Robinson

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, að loknum fundi ásamt Höllu Tómasdóttur, forstjóra B Team - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði með Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, sem einnig hefur verið erindreki Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttindamála og baráttukona fyrir loftslagsréttlæti. 

Þær ræddu um stöðuna í loftslagsmálum og þá brýnu nauðsyn að ríki heims taki höndum saman um aðgerðir til að stöðva þá uggvænlegu þróun sem stefnir í ef ekki tekst að ná tökum á hlýnun jarðar.

Mary afhenti forsætisráðherra bréf frá yfir tuttugu alþjóðlegum leiðtogum úr viðskiptum, verkalýðshreyfingu og þriðja geiranum því til stuðnings að Norðurlöndin taki aukið forystuhlutverk í baráttunni við hamfarahlýnun og lýsi yfir neyðarástandi, en loftslagsmál eru eitt af aðalefnum fundarins að frumkvæði Íslands, sem fer nú með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira