Hoppa yfir valmynd
4. október 2006 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Sex umsækjendur um embætti flugmálastjóra

Sex sóttu um embætti flugmálastjóra en umsóknarfrestur rann út um síðustu mánaðamót. Nýr flugmálastjóri tekur formlega við embættinu 1. janúar 2007. Umsækjendur eru þessir:

Ástríður S. Thorsteinsson, forstöðumaður lögfræðiskrifstofu Flugmálastjórnar

Gísli Hrannar Sverrisson, framkvæmdastjóri flutningadeildar Varnarliðsins

Halldór Ó. Zoëga, forstöðumaður matvælaeftirlitssviðs Fiskistofu

Kristinn D.L. Gilsdorf, fulltrúi konsúls í Sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi

Pétur K. Maack, framkvæmdastjóri flugöryggissviðs Flugmálastjórnar

Þorsteinn Þorsteinsson, ráðgjafi hjá General Electric Capital Aviation ServicesEfnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira