Hoppa yfir valmynd
15. október 2002 Utanríkisráðuneytið

Vefrit viðskiptaskrifstofu

Nr. 109

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Hafið hefur göngu sína nýtt vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins sem ber heitið Stiklur. Þar verða fréttir af því sem er efst á baugi hverju sinni á skrifstofunni. Er þar helst til að taka málefni er varða viðskiptaþjónustu ráðuneytisins, EES-samninginn auk ýmissa alþjóðlegra samninga viðskiptalegs eðlis, s.s. gerð fríverslunarsamninga, fjárfestingarsamninga og tvísköttunarsamninga. Einnig er áformað að vera með reglulegar fréttir af viðskiptafulltrúum ráðuneytisins sem starfa í sendiráðum Íslands erlendis. Þá verður það markmið vefritsins að kynna hvaða þjónusta stendur þeim fyrirtækjum til boða sem eru að hasla sér völl á erlendum mörkuðum.
Nálgast má vefritið á heimasíðunni stiklur.is eða utan.is.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 15. október 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum