Hoppa yfir valmynd
30. mars 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Yfirlýsing vegna fréttaflutnings af dreypilyfjum

Vegna frétta undanfarinna daga af útboði á dreypilyfjum vill heilbrigðisráðuneytið taka fram að þar sem útboð á dreypilyfjum fara fram á EES-svæðinu standi þau íslenskum framleiðendum opin jafnt sem erlendum.

Útboð á dreypilyfjum fara fram með reglulegum hætti á fyrir heilbrigðisstofnanir og sóttvarnarlækni á vegum Ríkiskaupa, og miðast við að ávallt séu um þriggja mánuða birgðir til í landinu. Samkvæmt því er komið að nýju útboði nú í apríl, vegna samninga sem taka myndu gildi í ágúst. Vilji ráðuneytisins stendur til þess að stuðla að nýsköpun og framleiðslu innanlands á þessu sviði, reynist slíkt fýsilegt og innlend dreypilyf hagkvæmari en innflutt. Ráðuneytið fagnar þeim áhuga sem virðist vera hjá hinum ýmsu aðilum á slíkri framleiðslu, en minnir á að ekki sé hægt að sníða útboðslýsingu um of að þörfum íslenskra framleiðenda án þess að hætta á að brjóta gegn reglum EES-samningsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira