Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Tilefni til áminningar ekki lengur til staðar

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra upplýsti í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að reglugerð nr. 190/2010 sé komin til framkvæmda í kjölfar fundar forstjóra Sjúkratrygginga Íslands með starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins fyrr í vikunni. Reglugerðin veitir einstaklingum, sem til þessa hafa þurft að bera mikinn kostnað af tannlækningum og tannréttingum vegna alvarlegra galla í munnholi, rétt til allt að 95% endurgreiðslu kostnaðar. Um útgjöld ríkisins vegna þessa má lesa í nýlegu svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Kristjáns Þórs Júlíussonar.

Tíu umsóknir sem biðu afgreiðslu hjá Sjúkratryggingum Íslands voru teknar fyrir í gær og von er til að skriður komist á afgreiðslu fleiri umsókna. Í kjölfar þessa telur heilbrigðisráðherra að trúnaði hafi aftur verið komið á í samskiptum Sjúkratrygginga Íslands og heilbrigðisráðuneytis og því sé ekki lengur tilefni til að veita forstjóra Sjúkratrygginga áminningu skv. 21. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum