Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisviðbúnaður vegna öskufalls

Hugsanleg heilsufarsáhrif gosösku eru meðal þess sem gætt er vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Sóttvarnarlæknir vinnur í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sem fylgist náið með þróun mála. Fólk sem heldur sig innan dyra þar sem öskufalls gætir er ekki í hættu. Það á einnig við um þá sem dvelja á stofnunum og kunna að vera veikir fyrir.

Um einkenni sem gosaska getur valdið og ráðleggingar til fólks þar sem öskufalls gætir má lesa á vef landlæknisembættisins.

Hugsanleg heilsufarsáhrif gosösku eru flokkuð innan gildissviðs sóttvarna. Í samræmi við það voru 15 sóttvarnarlæknar í öllum sóttvarnarumdæmum og -svæðum landsins virkjaðir, enda kunna allir landshlutar að verða fyrir öskufalli. Sama aðferð var höfð við og þegar heimsfaraldur inflúensu gekk yfir landið, en sóttvarnalæknarnir hafa mikla reynslu af að vinna með lögreglustjórum og almannavarnanefndum.

Í gær hófst jafnframt dreifing á hlífðarbúnaði – sem að mestu leyti er ætlaður þeim viðbragðsaðilum sem ætla má að þurfi að vera utan dyra á þeim svæðum þar sem öskufalls gætir.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum