Hoppa yfir valmynd
14. apríl 2016 Innviðaráðuneytið

Fundur CEN/TC 434 í Lissabon, 6. april 2016

Staðlasamtök Evrópu (CEN) hafa ótal vinnunefndir á sínum snærum. Ein þeirra vinnur að samræmingu rafrænna reikninga um alla Evrópu. Sú er tækninefnd (TC) númer 434 og framfylgir tilskipun 2014/55/EU um rafrænan reikning. Stofnfundur nefndarinnar var 9. sept. 2014 sjá: frétt

Þátttakendur voru 38 frá 16 löndum: Portúgal, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Spáni, Hollandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Póllandi, Rúmeníu, Tékklandi, Slóvakíu og Eistlandi, auk fjögurra samráðstengiliða frá ESB, GS1 í Evrópu, CEN/WS/eBES og CEN/TC/440.

Stefnt er að útgáfu grunnreiknings, en löndin geta valið sér viðbætur eftir þörfum. Merkingarfræði gagnagrunnslíkansins er einsleitt, en til þess að koma á móts við óskir allra Evrópulandanna var ákveðið að leyfa mismunandi málskipan, þ.e. bjóða nokkrar gerðir ívafsmála.

 

Ívafsmál

Andrea Caccia, formaður vinnuhóps nr. 4, fjallaði um málskipan.

Fjögur ívafsmál koma til greina:

  • UBL, Universal Business Language (byggt á CEN/BII)
  • CII, Cross Industry Invoice
  • Financial Invoice ISO-20022
  • EDIfact, Electronic Data Interchange

Öll ívafsmálin eru talin nauðsynleg af vinnuhópnum, en rætt er ákaft um kostnað og nytsemi málanna. Menn skiptast í tvo hópa um fjölda ívafsmála, sem þarf að styðja: Mörg eða fá, jafnvel aðeins eitt. Framkvæmdastjórn ESB vill halda öllum ívafsmálunum, en kallar eftir frekari upplýsingum um kostnað og innleiðingu. Vinnuhópurinn féllst á það og tekur við aths. fram í maímánuð.

 

Prófanir

Vinnuhópur nr. 6 um prófanir kallar eftir sérfræðingum til að prófa niðurstöðurnar. Sjá Auglýsingu. Umsóknarfrestur er til 29. apríl 2016, verkið hefst í maí.

Úrtak úr skyggnum:

 

WI006 Test Methodologies and Results
•Semantic Evaluation
•Syntax Testing
•PC review - (hefst í maí, lýkur í júní, tækniskýrsla í júlí)
•Approval stage
–CEN processing August-September
–Approval October - December
–Finalisation January – March 2017

 

Samstarfshópar (liaisons)

Jostein Frömyr er fulltrúi CEN/TC/440, tækninefndar um rafræn innkaup

Antonio Conte er fulltrúi EMSFEI, "European MultiStakeholder Forum on Electronic Invoicing"

Nýir samstarfshópar:

  • FIEC (the European Construction Industry Federation) var samþykktur sem samstarfshópur
  • CEN/TC 445 “Digital Information Interchange in the Insurance Industry” sækir um samstarf
  • Óskað er eftir tengilið CEN/TC/434 við CEN/TC/445

 

Ákvarðanir

 

  • Nr. 19: Sameina orðanefndir TC434 og TC440 (rafrænir reikningar og rafræn innkaup)
  • Nr. 20: Greiða atkvæði um samstarfshóp frá TC445 (Tryggingar - stafræn samskipti)
  • Nr. 21: Greiða atkvæði um endurskipulagningu PC434 í TC434
  • Nr. 22: Samhæfa vinnu TC434 vegna víxltengsla vinnuhópanna

IAPMEI og GS1 Portúgal var þakkað fyrir góða fundaraðstöðu.

Heimasíða CEN/TC/434 rüya tabirleri 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum