Hoppa yfir valmynd
25. september 2017 Innviðaráðuneytið

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn 4. október

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 4. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fundurinn verður í sal H-I á annarri hæð hótelsins og hefst kl. 16.

Til fundarins eru boðaðir framkvæmdastjórar sveitarfélaga eða staðgenglar þeirra, fulltrúar samtaka sveitarfélaga og aðrir samstarfsaðilar Jöfnunarsjóðs.

Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

  1. Ávarp ráðherra: Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
  2. Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016: Guðni Geir Einarsson sérfræðingur
  3. Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga: Kristinn Jónasson formaður nefndar sem endurskoðar regluverk Jöfnunarsjóðs
  4. Gögn á ytri vef Jöfnunarsjóðs: Fulltrúi frá Capacent

Fundarstjóri verður Guðný Sverrisdóttir, formaður ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum