Hoppa yfir valmynd
29. október 2014 Innviðaráðuneytið

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2015 sem þegar hafa komið til úthlutunar nema  um 33 milljörðum króna

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um heildarúthlutun framlaga á næsta ári til hinna ýmsu málaflokka sem sjóðurinn sinnir samanber reglugerðir um starfsemi sjóðsins. Alls nema úthlutanirnar nú um 33 milljörðum króna.

Úthlutanir Jöfnunarsjóðs skiptast í nokkra málaflokka og eru þeir helstu þessir:

  • Úthlutun útgjaldajöfnunarframlags nemur 6 milljörðum króna.
  • Almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla nema 6,3 milljörðum.
  • Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda nema 1,8 milljörðum.
  • Framlög vegna sérstakrar íslenskukennslu nýrra Íslendinga nema 215 milljónum króna.
  • Framlög til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda nema rúmlega 507 milljónum króna.
  • Framlög til sveitarfélaga vegna húsaleigubóta nema alls um 4 milljörðum króna.
  • Almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk nema 10,8 milljörðum króna.
  • Framlög til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts nema 3,3 milljörðum króna.

Einnig hefur Jöfnunarsjóður gengið frá úthlutun framlaga vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar vegna ársins 2014  að upphæð 115 milljónir króna en sjóðurinn greiðir 20% af kostnaði við samninga um NPA.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum