Hoppa yfir valmynd
5. maí 2020 Matvælaráðuneytið

Ráðherra afhenti nýjum fiskistofustjóra skipunarbréf

Kristján Þór afhenti Ögmundi skipunarbréfið í dag- en eins og alls staðar þurfti að viðhafa ákveðnar COVID-19 fjarlægðaráðstafanir.  - mynd

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur afhent nýjum fiskistofustjóra, Ögmundi Knútssyni, skipunarbréf.

Ögmundur var skipaður fiskistofustjóri á dögunum úr hópi fjölmargra umsækjanda og hefur þegar hafið störf hjá Fiskistofu á Akureyri.

Fiskistofustjóri er skipaður í embættið til fimm ára, en hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við ábyrga nýtingu auðlinda hafs og vatna. Í umsögn hæfnisnefndar segir meðal annars: Ögmundur hefur öðlast víðtæka háskólamenntun sem nýtist í starfi og menntun og starfsreynslu sem tengist sjávarútvegi og stjórnsýslu á vettvangi háskóla og verkefna sem tengjast þeim störfum. Að mati hæfnisnefndar uppfyllir Ögmundur allar menntunar- og hæfniskröfur vel og telst því vel hæfur til þess að gegna embætti Fiskistofustjóra.

 

Ráðherra og starfsmenn ráðuneytisins bjóða Ögmund velkominn til starfa.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum