Hoppa yfir valmynd
30. júlí 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Alþjóðlegt málþing um námsgögn

Hlutverk hins opinbera við að tryggja framboð og gæði námsefnis í samræmi við námskrár og kennsluhætti sem og staða markaða fyrir námsbækur voru meginviðfangsefni alþjóðlegs málþings sem fram fór í Reykjavík í sumar. Málþingið var skipulagt að undirlagi mennta- og menningarmálaráðherra og kallaðist á við vel heppnað þing sem Nick Gibb, menntamálaráðherra Bretlands, hélt í London í fyrra.

Markaðir fyrir námsbækur og kennsluefni breytast hratt með örri þróun stafrænnar tækni. Mörg lönd hafa tekið skref í átt að notkun stafrænnar tækni og námsefnis í skólum, en rannsóknir skortir varðandi afleiðingar þess og árangur af notkun slíkra námsgagna. Á málþinginu fjölluðu sérfræðingar víða að úr heiminum um þessi mál og skiptust á skoðunum um hvernig stuðla megi að gerð hágæða námsefnis og hvert hlutverk markaðarins og hins opinbera ætti að vera.

,,Vönduð námsgögn og námsbækur skipta sköpum fyrir námsframvindu og auka jöfnuð meðal nemenda. Það er skylda stjórnvalda að tryggja að námsbækur á Íslandi séu í hæsta gæðaflokki. Málþingið er liður í því og mótun menntastefnu til ársins 2030,‘‘ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

 

Meðal fyrirlesara voru Tim Oates sérfræðingur frá Cambridge Assessment, Nuno Crato, fyrrv. menntamálaráðherra Portúgal, Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og Joy Tan, frá menntamálaráðuneyti Singapore. Menntamálaráðherra Færeyja, Hanna Jensen, og fulltrúar bókaútgefenda frá Finnlandi, Englandi og Póllandi voru meðal gesta á fundinum.

Málþingið var haldið í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Menntamálastofnun, Cambridge Assessment og Félags íslenskra bókaútgefenda.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum