Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Frumvarpsdrög um notkun fósturvísa til stofnfrumurannsókna

Heilbrigðismálaráðherra hefur ákveðið að óska eftir athugasemdum við drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun. Í frumvarpsdrögunum eru lagðar til breytingar á gildandi ákvæðum laga um heimildir til að nota fósturvísa manna í stofnfrumurannsóknum. Frumvarpsdrögin voru samin af nefnd sem skipuð var af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 5. október 2005 til að fjalla um nýtingu stofnfrumna til rannsókna og lækninga og semja frumvarp til laga um stofnfrumurannsóknir. Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu var skipaður formaður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn voru Sigurður Guðmundsson, landlæknir, Magnús Karl Magnússon, læknir, Björn Guðbjörnsson, læknir, Þórarinn Guðjónsson, frumulíffræðingur, Ingileif Jónsdóttir, ónæmisfræðingur, Vilhjálmur Árnason, prófessor, Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur og Jóhann Hjartarsson, lögfræðingur. Starfsmaður nefndarinnar var Ágúst Geir Ágústsson, lögfræðingur. Nefndin kom saman til fundar um málið alls fimmtán sinnum áður en hún lauk störfum þann 21. júní 2006 og skilaði jafnframt niðurstöðum sínum til ráðherra.

Öllum gefst kostur á að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin. Athugasemdir er hægt að senda á póstfang heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins [email protected]

Frumvarpsdrög til umsagnar: Drög að frumvarpi um tæknifrjóvgun 21.06.06 (pdf skjal 325 Kb)

Frestur til að senda inn athugasemdir við frumvarpið er til 1. september nk.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum