Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Víðtækt samkomulag um að bættan hag aldraðra

Fjórir ráðherrar og fulltrúar Landsambands eldri borgara rituðu í dag undir samkomulag um aðgerðir í málefnum aldraðra til næstu fjögurra ára. Það voru forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra, og landbúnaðarráðherra, f.h. heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra, sem skrifuðu undir samkomulagið af hálfu ríkisstjórnarinnar, en samkomulagið byggir á tillögum nefndar sem starfandi var undir forystu Ásmundar Stefánssonar, ríkissáttasemjara. Nefndin var skipuð af fyrrverandi forsætisráðherra og í henni sátu fulltrúar ráðuneyta og Landssambands eldri borgara og fjallaði hún um aðbúnað og afkomu ellilífeyrisþega.

Landssamband eldri borgara og ríkisstjórnin fagna í yfirlýsingu því góða samstarfi sem tókst í nefndinni. Það er sameiginleg afstaða ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara að tillögurnar séu til vitnis um gagnlegt samstarf og samráð aðila og endurspegli samkomulag um aðgerðir ríkisvaldsins í málefnum aldraðra sem komi til framkvæmda næstu fjögur árin eins og nánar er lýst í tillögum nefndarinnar.

Sjá nánar: Nefndarálit starfshóps á vegum forsætisráðherra  (pdf skjal 492 Kb)

Sjá nánar á vefsíðu forsætisráðuneytis: http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/2333

 Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira