Hoppa yfir valmynd
21. júlí 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Reglugerðir settir í framhaldi af samkomulagi við eldri borgara

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur gefið út þrjár reglugerðir í framhaldi af samkomulagi ríkisstjórnar og Landssambands eldri borgara. Reglugerðirnar eru um hækkun bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, reglugerð um hækkun frítekjumarka (tekjumarka) elli- og örorkulífeyris samkvæmt lögum um almannatryggingar og reglugerð um sérstaka viðbótarfjárhæð til elli- og örorkulífeyrisþega sem greiðist af Tryggingastofnun ríkisins á tímabilinu 1. ágúst til 31. desember 2006. Samkomulagið gerir ráð fyrir að hluti aðgerðanna gildi frá 1. júlí 2006 og komi til framkvæmda 1. ágúst 2006 og 1. janúar 2007. Reglugerðirnar hafa eftirfarandi í för með sér:

1.  Upphæð elli- og örorkulífeyris hækkar um 5,5% 1. júlí 2006. 

2.  Frítekjumörk (tekjumörk) elli- og örorkulífeyris hækkar frá 1. júlí 2006.

3.  Sérstök viðbótarfjárhæð til elli- og örorkulífeyrisþega greiðist á tímabilinu 1. ágúst til 31. desember 2006.  Um er að ræða bráðabirgðaúrræði þar til lögum um almannatryggingar hefur verið breytt 1. janúar 2007.

4.  Upphæð elli- og örorkulífeyris hækkar um 2,9% 1. janúar 2007.

5.  Frítekjumörk (tekjumörk) elli- og örorkulífeyris hækkar um 2,9% frá 1. janúar 2007.

6.  Upphæð vasapeninga hækkar um 25% frá 1. janúar 2007.

7.  Upphæð heimilisuppbótar hækkar um 4.361 kr. frá 1. janúar 2007.

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum