Hoppa yfir valmynd
21. júlí 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Samið um nýmæli í meðferð ungmenna

Tveir ráðherrar undirrituðu í morgun samkomulag um meðferð ungmenna með áhættusama hegðun og geð- og hegðunarraskanir. Það voru þau Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, sem rituðu undir samkomulagið við Nýja leið, en verkefnið kallast Lífslist. Í því felst að Ný leið býður ungmennum á aldrinum 15 – 18 ára upp á að stunda listsköpun, þjálfun í samskiptum og lífsleikni til að draga úr líkum á áhættusamri hegðun. Verkefnið tekur til hóps ungmenna á höfuðborgarsvæðinu og utan þess og stendur það til ársins 2008. Ný leið sér um verkefnið á höfuðborgarsvæðinu, en á landsbyggðinni verður unnið í samráði við viðkomandi ungmennahús. Náið samstarf verður við Rauða kross Íslands. Verkefnið er tilraunaverkefni til tveggja ára ,en á  samningstímatímabilinu veita ráðuneytin tvö samtals 16 milljónir króna til þess. Lífslist byggist á erlendri fyrirmynd sem nefnist „Project Self Discovery and Natural Highs“. Reynslan af svipuðum verkefnum þykir góð og hafa rannsóknir sýnt að meðferðarúrræði, sem ekki fela í sér stofnanavistun, gagnast unglingum með hegðunarvandamál betur en að vist og meðferð á stofnun.

 

Sjá fréttatilkynningu ráðuneytanna tveggja:

Samkomulag um meðferð ungmenna

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum