Hoppa yfir valmynd
6. september 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Drífa sett framkvæmdastjóri í stað Sigríðar til árs

Drífa Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur, hefur verið sett framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Suðurnesjum til eins árs frá 15. október næst komandi. Leysir Drífa Sigríði Snæbjörnsdóttur framkvæmdastjóra HSS af en hún hefur tekið að sér að byggja upp tiltekna þætti heilbrigðisþjónustu í Malaví næsta árið.

Drífa Sigfúsdóttir var bæjarfulltrúi í Keflavík á árunum 1986 til 1998, hún var forseti bæjarstjórnar og varabæjarstjóri í Reykjanesbæ 1994 til 1998, hún var í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 1990 til 1998, þar af formaður 1993, 1996 og 1998. Drífa Sigfúsdóttir var, fyrir hönd sveitarfélaga á Suðurnesjum, formaður samninganefndar um byggingu D-álmu við Sjúkrahúsið í Keflavík, hún var í bygginganefnd Sjúkrahúss Suðurnesja og formaður launanefndar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 1994 til 1998.

Drífa er viðskiptafræðingur að mennt og hefur undanfarið stundað meistaranám í mannauðsstjórnun í Háskóla Íslands.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira