Hoppa yfir valmynd
3. september 2008 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um flug- og vinnutímamörk

Til umsagnar eru nú drög að reglugerð um flug- og vinnutímamörk og hvíldartíma flugverja. Samgönguráðuneytið býður þeim hagsmunaaðilum sem áhuga hafa að senda umsagnir sínar til ráðuneytisins í síðasta lagi fyrir 10. september næstkomandi.

Drögin hafa tekið töluverðum breytingum frá þeim drögum sem send voru út til umsagnar þann 3. apríl. Sérstaklega er vakin athygli á ákvæðum um skipta vakt, bakvakt í I. viðauka, og öllum ákvæðum II. og III. viðauka.

Ný drög að reglugerð um flug- og vinnutímamörk og hvíldartíma flugverja byggjast á reglugerð (EB) nr. 1899/2006 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 3922/91 um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála. Nýr III. viðauki við reglugerðina hefur að geyma svonefndan EU-OPS, það er reglur um flutningaflug á flugvél. Þessum viðauka hefur síðar verið breytt með reglugerð (EB) nr. 8/2008 og reglugerð (EB) nr. x/2008 sem bíður útgáfu í Stjórnartíðindum EB. Texti Q-kaflans (sem er undirkafli í þessum III. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1899/2006) er hinsvegar óbreyttur.

Uppbygging reglugerðarinnar er eftirfarandi:

Meginmál. Gildissviðsákvæði, meðferð undanþágubeiðna, útgáfa leiðbeiningarefnis, gildistaka og innleiðing gerða.

I. viðauki tekur til flutningaflugs á flugvél og byggir alfarið á ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 1899/2006 með innfærðum viðbótarákvæðum í þær eyður sem skildar voru eftir.

II. viðauki tekur til flutningaflugs á flugvél með einum flugmanni, kennsluflugs á flugvél, sjúkraflugs á flugvél og leitar- og björgunarflugi á flugvél.

III. viðauki tekur til flutningaflugs á þyrlu, kennsluflugs á þyrlu, sjúkraflugs þyrlu og leitar- og björgunarflugs þyrlu.

Ráðgerð gildistaka reglugerðarinnar er 1. janúar 2009.

Unnt er að senda umsögn á netfang samgönguráðuneytisins, [email protected] í síðasta lagi fyrir 10. september.




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum