Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2020

Netverslunarráðstefna í Hangzhou

Sendiherra flytur ávarp á netverslunarráðstefnu í Hongzhou  - mynd

Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Peking,  ávarpaði netverslunarráðstefnu kínverska netverslunarrisans Tmall í Hangzhou-borg skammt frá Sjanghæ þann 7. nóvember síðastliðinn.

Íslandsstofa og Tmall hafa skrifað undir samstarfsyfirlýsingu um aukinn sýnileika íslenskra vara (e. national pavilion) á vefsíðu Tmall en í ræðu sinni á ráðstefnunni tók sendiherrann fram að aukin sóknartækifæri væru fyrir íslenskar vörur á kínverska markaðnum í gegnum netverslun. Þar væru viðskiptatækifæri framtíðarinnar sem vert sé að hlúa að.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum