Hoppa yfir valmynd
10. maí 2016 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að reglugerð tengdri réttindum farþega á sjó til umsagnar

Innanríkisráðuneytið birtir hér með til umsagnar drög að reglugerð um innleiðingu viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um réttindi farþega sem ferðast á sjó. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 18. maí næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið [email protected].

Með lögum nr. 12/2016 var innleidd hér á landi fyrrgreind reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins, (ESB) nr. 1177/2010, að undanskildum viðaukum við hana. Reglugerðin mælir fyrir um reglur um farþegaflutninga á sjó að því er varðar eftirfarandi:

  • bann við mismunun farþega varðandi flutningsskilyrði sem flutningsaðilar setja,
  • bann við mismunun fatlaðra og hreyfihamlaðra einstaklinga og aðstoð við þá,
  • réttindi farþega þegar ferð er aflýst eða henni seinkar,
  • lágmarksupplýsingar sem veita á farþegum,
  • meðferð kvartana vegna brota á reglunum.

Í viðaukum við reglugerðina er að finna nánari útfærslu á réttindum fatlaðra og hreyfihamlaðra einstaklinga til að fá endurgreitt eða fá ferð breytt, útfærslu vegna aðstoðar sem þeim skal veitt í höfnum og um borð í skipum og um útfærslu á þjálfun starfsmanna við að veita fötluðum og hreyfihömluðum einstaklingum aðstoð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira