Hoppa yfir valmynd
13. maí 2016 Innviðaráðuneytið

Breytt reglugerð um viðvarandi lofthæfi og fleira birt í Stjórnartíðindum

Ráðuneytið hefur sent til birtingar í Stjórnartíðindum reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi hæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði. Reglugerðin innleiðir breytingu á reglugerð að því er varðar samræmingu á reglum um áframhaldandi lofthæfi við reglugerð um brýn viðhaldsverkefni og eftirlit með áframhaldandi lofthæfi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 278 frá 30. október 2015.

Efni

Reglugerð (ESB) nr. 2015/1536 miðar að því að samræma ákvæði áður innleiddrar reglugerðar nr. 1321/2014, ákvæðum reglugerðar 2016/2008 um lofthæfi. Þá breytir reglugerðin kröfum um árangur viðhalds í því skyni að minnka áhættu. Auk þess eru settar reglur í því skyni að tryggja samræmda beitingu aðildarríkja á vöktunaráætlun um viðvarandi lofthæfi loftfara og reglur um þau skilyrði sem flugrekendur, sem hlotið hafa heimild til starfrækslu sameiginlegra reglna um um flugrekstur innan ESB, verða að fara eftir vegna þurrleigu loftfara sem skráð eru í þriðja ríki.

Áhrif

Stærsta breytingin sem felst í reglugerðinni snýr að flugskólum í atvinnurekstri, svokölluðum commercial ATO. Frá og með 25 ágúst 2016 þurfa þessir skólar að vera með loftför skráð hjá viðurkenndu viðhaldstýringarfyrirtæki (CAMO) og viðhald framkvæmt af samþykktu viðhaldsfyrirtæki. Nú þegar uppfylla sumir skólar þessar kröfur að hluta eða öllu leyti.

Samráð, lagastoð, gildistaka o.fl.

Reglugerðin fær stoð í 7. mgr. 28. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og er gert ráð fyrir að hún öðlist þegar gildi. Reglugerðin á að koma til framkvæmda 26. ágúst 2016. Við innleiðinguna er með engum hætti gengið lengra en skuldbindingar íslenska ríkisins skv. EES-samningnum krefjast.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum