Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2005 Utanríkisráðuneytið

Útgáfa skýrslunnar “Fyrir stafni haf - Tækifæri tengd siglingum á norðurslóðum”

Út er komin skýrsla á vegum starfshóps utanríkisráðuneytisins sem ber heitið “Fyrir stafni haf - Tækifæri tengd siglingum á norðurslóðum”. Í skýrslunni er fjallað um horfur á auknum skipaflutningum á norðurslóðum, m.a. meðfram Íslandsströndum, og áhrif þeirra á íslenskt atvinnulíf og umhverfi.

Í inngangi skýrslunnar er gerð grein fyrir mikilvægi siglinga á norðurslóðum fyrir íslensku þjóðina. Sérstakir kaflar eru helgaðir Norður-Íshafsleiðinni milli Kyrrahafs og Norður-Atlantshafs, veðri, hafís og loftslagsbreytingum á Norður-Íshafi, sjóflutningum milli Norður-Atlantshafs og Norður-Kyrrahafs, miðlægum umskipunarhöfnum, umhverfisáhrifum sjóflutninga og umhverfisáhrifum umskipunarhafnar á Íslandi. Í niðurlagi eru síðan dregnar saman helstu niðurstöður.

Í skýrslunni eru ekki settar fram beinar tillögur um viðbrögð stjórnvalda við efni skýrslunnar, en lýst von um að skýrslan geti rutt braut fyrir víðtækri umræðu.

Fulltrúar samgönguráðuneytis, umhverfisráðuneytis, utanríkisráðuneytis, Eimskips, Samskipa, Veðurstofu Íslands, Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf, Siglingastofnunar og Háskólans á Akureyri áttu sæti í starfshópnum, en formaður hans var Gunnar Pálsson, sendiherra.

Skýrslan er 63 bls. að lengd og prýða hana fjölmargar ljósmyndir.

"Fyrir stafni haf - Tækifæri tengd siglingum á norðurslóðum" (PDF - 1,8 Mb)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum