Hoppa yfir valmynd
27. október 2021 Utanríkisráðuneytið

Íslensk bókmenntakynning á Norðurslóðahátíð

Norðurslóðahátíð eða Arktisk Festival verður að venju haldin á Norðurbryggju dagana 30.-31. október n.k.
Að því tilefni fáum við Andra Snæ Magnason og Heiðu Ásgeirsdóttur í heimsókn á Norðurbryggju en þau eiga það sameiginlegt að hafa hvort á sinn hátt barist ötullega fyrir hag náttúrunnar. Bók Andra Snæs um tímann og vatnið, sem nú hefur verið tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og bók Steinunnar Sigurðardóttur Heiða, sem fjallar um líf og störf Heiðu hafa nýverið komið út á danskri tungu hjá forlaginu Klim, en Jesper Theilgaard þjóðþekktur veðurfræðingur og einn fremsti náttúruverndarsinni Danmerkur ætlar að spjalla við þau um mikilvægi þeirra hnattrænu umbrota sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag.
 
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum