Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2003 Innviðaráðuneytið

Nýtt Hafnaráð skipað

Samgönguráðherra hefur skipað nýtt Hafnaráð.

Hafnaráð er skipað skv. lögum um Siglingastofnun Íslands nr. 6/1996.
Núverandi Hafnaráð er skipað 4. júlí 2003 og fram yfir næstu alþingiskosningar og 25. maí 2002 og fram yfir næstu sveitarstjórnarkosningar.

Hafnaráð skipa: Sigríður Finsen, formaður, Brynjar Pálsson, Eyrún Ingibjörg Steinþórsdóttir, Ólafur M. Kristinsson og Friðrik J. Arngrímsson.

Varamenn í Hafnaráði eru: Kristinn Jónasson, Magnús B. Jónsson, Albert Eymundsson, Björn Magnússon, Steinþór Pétursson og Ólafur J. Briem.

Með ráðinu starfa tveir starfsmenn samgönguráðuneytisins. Jóhann Guðmundsson og Sigurbergur Björnsson, sem jafnframt er ritari ráðsins.

Sigríður Finsen nýr formaður Hafnaráðs

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum