Hoppa yfir valmynd
20. september 2023 Innviðaráðuneytið

Útgjaldajöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2023 hækkuð um 1 milljarð króna

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um að hækka útgjaldajöfnunarframlög sjóðsins vegna ársins 2023 um 1.000 milljónir króna. Áætlað útgjaldajöfnunarframlag skv. A-hluta framlaganna nemur því 13.200 m.kr.

Áætlað framlag vegna B-hluta útgjaldajöfnunarframlaga ársins nemur 575 m.kr. en í lok ársins verður úthlutað 175 m.kr. á grundvelli umsókna frá sveitarfélögum vegna íþyngjandi kostnaðar við skólaakstur á árinu 2023 umfram tekjur. Jafnframt er áætlað að 50 m.kr. verði úthlutað vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks úr dreifbýli.

Samtals nema því útgjaldajöfnunarframlög 14.000 m.kr. á árinu 2023.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum