Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2011 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Undanþága vegna ökurita framlengd

Innanríkisráðherra hefur skrifað undir breytingu á reglugerð um aksturs- og hvíldatíma ökumanna þess efnis að framlengd verði ótímabundið undanþága frá því að setja ökurita í hópbifreiðir til farþegaflutninga í atvinnuskyni sem skráðar eru fyrir 10 til 17 manns með ökumanni.

Áðurnefnd undanþága er í reglugerð nr. 605/2010 og á að renna út 15. apríl næstkomandi. Að höfðu samráði við Vegagerðina er ákveðið að breyta ákvæðinu á þann veg að það verði ótímabundið. Áskilið er hins vegar að hópbifreiðar fyrir 10 til 17 manns að ökumanni meðtöldum sem fluttar verða inn eftir 1. júlí næstkomandi séu búnar ökurita.

Áhersla er lögð á að í núgildandi reglugerð er kveðið á um að fyrirtæki í hópbifreiðaakstri með bifreiðum sem ekki eru búnar ökurita skuli útbúa tímaáætlun og vaktaskrá þar sem aksturstími viðkomandi ökumanns er skráður.

Rökin fyrir því að undanskilja bifreiðir sem skráðar hafa verið hérlendis fyrir 10 til 17 manns kröfu um ökurita eru meðal annars kostnaður en auk þess er erfiðleikum bundið að fá ökurita í landinu um þessar mundir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira