Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2017 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á fundi hjá landshlutasamtökum sveitarfélaga

Jón Gunnarsson sat fund með fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaga í vikunni ásamt fulltrúum annarra stjórnmálaflokka.  - mynd

Landshlutasamtök sveitarfélaga boðuðu í vikunni fulltrúa stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi til fundar. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sat fundinn ásamt aðstoðarmanni en af hálfu landshlutasamtakanna sátu fundinn formenn og framkvæmdastjórar. Einnig sátu hann fulltrúar Byggðastofnunar.

Landshlutasamtök sveitarfélaga boðuðu í vikunni fulltrúa stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi til fundar. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sat fundinn ásamt aðstoðarmanni en af hálfu landshlutasamtakanna sátu fundinn formenn og framkvæmdastjórar. Einnig sátu hann fulltrúar Byggðastofnunar.

Tilgangur fundarins var að hlera viðhorf fulltrúa stjórnmálaflokkanna til þriggja þátta í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Umfjöllunarefnin voru:

  • Afstaða stjórnmálaflokkanna til byggðaáætlunar og sóknaráætlana landshluta og fjármögnun þessara verkefna til framtíðar.
  • Hvað er grunnþjónusta á landsbyggðinni?
  • Fjárveitingar til grunnþjónustu á landsbyggðinni.

Fulltrúar landshlutasamtakanna kynntu umræðuefnin og í framhaldinu voru málin rædd. Jón Gunnarsson ræddi meðal annars um stjórnarsáttmálann og að ríkisstjórnin myndi leggja áherslu á markvissar aðgerðir til að treysta byggð í landinu. Enn fremur ræddi ráðherra þær miklu og jákvæðu breytingar sem væru að fara í hönd með því að byggðamál væru nú vistuð í sama ráðuneyti og sveitarstjórnarmál, ásamt samgöngumálunum. Þá ræddi ráðherra einnig fjarskiptamál og vísað til verkefnisins Ísland ljóstengt og að með nýjum lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir, nr. 69/2015, væri verklag við sóknaráætlanir landshluta nú fest í form og tengt beint við byggðaáætlun. Þar með hafi sóknaráætlanir landshlutasamtaka fengið lagastoð sem áður skorti.

Í lok fundar sagðist samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra munu gera sér far um að eiga gott og náið samband og samstarf við landshlutasamtökin og sveitarfélög landsins vegna þeirra verkefna sem nú færu í hönd.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira