Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2017 Innviðaráðuneytið

Breyting á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja. Unnt er að veita umsagnir um reglugerðardrögin til og með 6. febrúar næstkomandi og skulu þau send á netfangið [email protected].

Breytingin varðar reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngdökutækja. Tillagan er tvíþætt og snýst sú fyrri um að lögð til breyting vegna villu í tilvísun í 4. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar. Verði í málsgreininni vísað í lið 1.3.4 í stað 1.3.3.

Síðari breytingin varðar 13. gr. reglugerðarinnar þar sem kveðið er á um undanþágur vegna sérstaks flutnings. Breytingin sem lögð er til er sú að undir undanþáguákvæðið falli nú einnig farþegaflutningar í sérstökum tilvikum á styttri leiðum þegar nauðsyn krefur vegna öryggis farþeganna en hingað til hefur ákvæðið ekki verið talið heimila farþegaflutning. Yfir vetrartímann er iðulega vandkvæðum háð að flytja farþega um ákveðna vegaslóða vegna ófærðar. Til að koma til móts við þarfir ferðaþjónustunnar er lagt til að frá 1. október til 31. maí ár hvert sé mögulegt að sækja um heimild til að flytja farþega á leiðum sem annars eru ófærar, t.a.m. vegna snjóþunga eða vatnavaxta.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum