Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2002 Utanríkisráðuneytið

Nýr ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins

Nr. 124

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, tók í dag við starfi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu af Sverri Hauki Gunnlaugssyni, sendiherra, sem gegnt hefur starfinu frá því í mars árið 1999.

Sverrir Haukur Gunnlaugsson tekur á næstunni við starfi sendiherra Íslands í Bretlandi, jafnframt því að gegna starfi sendiherra í Hollandi, Írlandi, Grikklandi, Nígeríu og Indlandi.

Gunnar Snorri Gunnarsson var skipaður sendiherra í utanríkisþjónustunni árið 1991 og jafnframt skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Gunnar Snorri gegndi starfi fastafulltrúa Íslands gagnvart EFTA í Genf frá 1994 til ársins 1997 og frá þeim tíma hefur hann gegnt starfi sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu í Brussel og gagnvart Belgíu, Lúxemborg og Liechtenstein.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 14. nóvember 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum