Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Vinnustofa um viðskipti í þróunarlöndum og þátttöku atvinnulífs

Utanríkisráðuneytið og Íslandsstofa bjóða til vinnustofu og samtals um viðskipti í þróunarlöndum og þátttöku atvinnulífs í þróunarsamvinnu þann 22. febrúar á Grand Hótel Reykjavík (Gullteig A) kl 9-12. Boðið verður upp á léttan morgunmat frá kl. 08:30.

Fyrir liggur áhersla utanríkisráðuneytisins á að skoða möguleika á samvinnu við atvinnulífið og einkafyrirtæki um þróunarverkefni og reyna jafnframt að nýta íslenska sérþekkingu sem best í samvinnu við þróunarríki. 

Markmið vinnustofunnar er að stofna til samtals við atvinnulífið um það hvernig örva megi þátttöku þess í þróunarsamvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar, uppbyggingar og atvinnusköpunar í þróunarlöndum. Reynslan hefur sýnt að með því að styrkja þessa þætti og bæta lífsgæði og lífsafkomu í þróunarlöndunum, styrkjast markaðir og margvíslegir möguleikar skapast til viðskipta og fjárfestinga. 

Umræðan sem stofnað er til skiptir því miklu máli fyrir þróunarsamvinnuna, svæðin sem hennar njóta og fyrirtæki sem gætu haft hag af framtíðarviðskiptum.

Vinna hefur verið í gangi á vegum utanríkisráðuneytisins við að kortleggja mögulega fleti slíks samstarfs með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Utanríkisráðuneytið og Íslandsstofa, fengu m.a. Gallup til að framkvæma fyrir sig könnun sem lögð var fyrir fyrirtæki sl. haust með það að leiðarljósi að kortleggja athafnasemi íslenskra fyrirtækja í þróunarlöndum ásamt því að kanna áhuga íslenskra fyrirtækja á tækifærum og þátttöku í verkefnum og fjárfestingum í þróunarlöndum. Vinnustofan er haldin í framhaldi af þeirri könnun og er hugsuð sem innlegg í yfirstandandi vinnu við að útfæra ramma fyrir samstarf við atvinnulíf í þróunarsamvinnu og viðskipti í þróunarlöndum. 

Vinsamlegast skráið þátttöku hér: http://www.islandsstofa.is/vidburdir/vidskiptai-i-throunarlondum-og-thatttaka-atvinnulifs-i-throunarsamvinnu-/1163

Nánari upplýsingar veita Ragnhildur Erna Arnórsdóttir utanríkisráðuneytinu á netfangið [email protected] og Andri Marteinsson forstöðumaður hjá Íslandsstofu, [email protected].

Sjá viðburð á Facebook:

https://www.facebook.com/events/2303668336313694/

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum