Hoppa yfir valmynd
27. ágúst 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

11. fundur nefndar um flutning á málefnum aldraðra til sveitarfélaga

  • Fundarstaður: Velferðarráðuneytið – Verið – 3. hæð.
  • Fundartími:      Þriðjudagur 27. ágúst 2013, kl. 14:00 – 15:00

Nefndarmenn:

  • Bolli Þór Bollason formaður, skipaður af velferðarráðherra,
  • Berglind Magnúsdóttir, tiln. af Öldrunarráði Íslands
  • Harpa Ólafsdóttir, tiln. af Eflingu - stéttarfélagi
  • Eyjólfur Eysteinsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara
  • Eiríkur Björn Björgvinsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Gísli Páll Pálsson, tiln. af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Helga Atladóttir, tiln. af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga
  • Stella K. Víðisdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Stefanía Traustadóttir, tiln. af  innanríkisráðuneyti
  • Steingrímur Ari Arason, skipaður af velferðarráðherra.

Fjarverandi:

  • Unnar Stefánsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara,
  • Kristín Á. Guðmundsdóttir, tiln. af SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands
  • Ólafur Þór Gunnarsson, tiln. af samstarfsnefnd um málefni aldraðra,
  • Hlynur Hreinsson, tiln. af fjármálaráðuneyti, (í fæðingarorlofi)

Aðrir fundarmenn: Bryndís Þorvaldsdóttir, Heiður Margrét Björnsdóttir og Einar Njálsson.

Fundarefni

1.    Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2.    Staða verkefnisins – næstu skref .

Bolli gerði grein fyrir verkaskiptingu milli ráðherra velferðarráðuneytisins á sviði öldrunarþjónustu. Undir heilbrigðisráðherra falla hjúkrunarheimili, dvalarheimili, dagvistun og framkvæmdasjóður aldraðra. Aðrir þættir svo sem stefnumörkun falla undir félags- og húsnæðismálaráðherra.

Ráðherrar hafa mótað verkefninu nýja forgangsröðun sem felst í því að endurmati á yfirfærslu fatlaðra ljúki [árið 2014] áður en ákvörðun verður tekin um öldrunarþjónustuna. Þetta þýðir að hægja mun á undirbúningsvinnunni og henni beint sérstaklega að neðangreindum verkefnum:

  • Úrlausn ágreinings um lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila.
  • Undirbúningi og innleiðingu á nýju greiðslufyrirkomulagi íbúa á hjúkrunarheimilum, en nýtt kerfi er hægt að taka í notkun áður en yfirfærslan á sér stað.
  • Þjónustusamningum við hjúkrunarheimili.
  • Þróun á einfaldari útgáfu af RAI-mati á grundvelli tilraunaverkefnis sem nú er í gangi.
  • Skoðun á því að færa heimahjúkrun til sveitarfélaga og samþætta hana félagslegri heimaþjónustu .

Nefndarmenn lýstu ánægju með þessa stefnumörkun. Steingrímur Ari lagði til að þeir þættir sem hægt væri að klára óháð yfirfærslu yrðu unnir til enda og innleiddir. Fundarmenn tóku undir þau sjónarmið.

Fram kom hjá Eiríki að þessi stefnumörkun væri mjög í takt við sjónarmið sem viðruð hafi verið á vettvangi sveitarfélaga.  Hann lagði einnig til að tímaviðmið verði sett á megináfanga verkefnisins. Fundarmenn tóku undir þau sjónarmið. 

Harpa Ólafsdóttir vakti máls á því „að þegar horft væri til þess að nýta sér reynsluna af flutningi fatlaðs fólks yfir til sveitarfélaganna þá væri nauðsynlegt að standa betur að undirbúningi þjónustu eins og NPA ef slíkt væri fyrirhugað. Þar hefði ekki verið haft samráð við stéttarfélögin og væru afleiðingar þess að koma nú fram í ógreiddum launakröfum vegna NPA-samninga“.

3.    Lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila.

Bolli skýrði frá því að s.l. mánudag 26.08.2013 var haldinn fundur með fulltrúum SFV, FJR og VEL. Á fundinum kynntu fulltrúar FJR ákveðnar forsendur fyrir því að hefja viðræður við SFV um lausn málsins. Í því sambandi var m.a. rætt um gerð viljayfirlýsingar milli ríkis og sveitarfélaga um sameiginleg markmið og forsendur fyrir yfirfærslunni ásamt tímasetningu á einstökum verkþáttum. Hreyfing er á málinu og annar fundur var boðaður miðvikudaginn 25.09.2013.

                    

4.    Næsti fundur.

Stefnt er að næsta fundi í nóvember n.k. og síðan eftir þörfum t.d. á ca 4 mánaða fresti.

 

Fundi lauk kl 14:50 /  Einar Njálsson ritaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum