Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2018 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Niðurstaða A-hluta umsóknarferlis vegna Ísland ljóstengt 2019

Siglufjörður - myndHaraldur Jónasson / Hari
Umsóknarferli fjarskiptasjóðs vegna verkefnisins Ísland ljóstengt skiptist að þessu sinni í A, B og C-hluta. Gögn bárust frá eftirfarandi sveitarfélögum vegna A-hluta sem er nokkurs konar forval.
  • Vesturland: Borgarbyggð og Dalabyggð.
  • Vestfirðir: Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð.
  • Norðurland vestra: Húnaþing vestra og Sveitarfélagið Skagafjörður.
  • Norðurland eystra: Langanesbyggð og Norðurþing.
  • Austurland: Djúpavogshreppur, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað.
  • Suðurland: Bláskógabyggð, Flóahreppur, Hrunamannahreppur, Skaftárhreppur og Sveitarfélagið Árborg.
  • Höfuðborgarsvæði: Kjósarhreppur, Mosfellsbær og Reykjavíkurborg.
  • Suðurnes: Engin gögn bárust frá sveitarfélögum á Suðurnesjum.

Við tekur B-hluti sem felst í samningaviðræðum verkefnisstjórnar Ísland ljóstengt við sveitarfélög sem hafa hug á því að tryggja sameiginlega verklok í viðkomandi landshluta á næsta eða allra næstu árum á grundvelli samvinnustyrks.

Ofangreind sveitarfélög sem ná ekki samkomulagi um samvinnustyrk eða hugnast síður sú leið, fá tækifæri til að sækja um styrki með samkeppnisfyrirkomulagi í C-hluta, að B-hluta loknum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum