Hoppa yfir valmynd
15. október 2007 Utanríkisráðuneytið

Nýr sviðsstjóri viðskiptasviðs

Martin Eyjolfsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs
Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 111/2007

Ákveðið hefur verið að Martin Eyjólfsson taki við starfi sviðsstjóra viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins. Martin tekur við starfinu af Berglindi Ásgeirsdóttur sem í september varð ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.

Martin hóf störf í utanríkisþjónustunni 1996 og hefur víðtæka reynslu af rekstri EES-samningsins og gerð viðskiptasamninga. Hann starfaði fyrst í ráðuneytinu á viðskiptaskrifstofu frá 1996 þar til hann fluttist til starfa við sendiráð Íslands í Brussel 1998. Hann sneri aftur í ráðuneytið árið 2002 og fékkst m.a. við gerð loftferðasamninga og fríverslunarsamninga þar til hann varð forstöðumaður viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins árið 2003. Í ársbyrjun 2007 tók hann við stöðu skrifstofustjóra Evrópuskrifstofu. Martin tók þátt í samningaviðræðum við ESB um stækkun EES 2004 og 2007 og hefur flutt dómsmál fyrir dómstól Evrópubandalaganna og EFTA-dómstólnum. Hann sinnir stundakennslu í Evrópurétti og alþjóðaviðskiptum við Háskólann í Reykjavík.

Martin er fæddur 1971 og lauk kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1997.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum