Hoppa yfir valmynd
22. september 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Svanni; lánatryggingasjóður kvenna tekur til starfa

Lánatryggingasjóður kvenna sem hlotið hefur nafnið Svanni verður formlega settur á laggirnar á morgun. Boðað hefur verið til fréttamannafundar í Víkinni – Sjóminjasafni í Reykjavík kl. 12:30 á morgun, 23. september. Þar verður heimasíða verkefnisins opnuð og undirritaður samstarfssamningur við Landsbankann.

Svanni er í eigu velferðarráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Markmiðið með sjóðnum er að styðja konur til þátttöku og nýsköpunar í atvinnulífinu með veitingu ábyrgða á lánum.

Eignir sjóðsins nema rúmum 70 milljónum króna og er áætlað að unnt verði að veita ábyrgðir fyrir um 140 milljónum króna.

Í meðfylgjandi fréttatilkynningu eru nánari upplýsingar um sjóðinn og fréttamannafundinn í Víkinni á morgun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum